þriðjudagur, 7. júní 2011

Le Francé

Kæru bloggarar og lesendur.
Það styttist óðum í æsispennandi Frakklandsferð! Ég hlakka svo til að sjá systur mína aftur og að fara á öll söfnin að skoða myndir og styttur sem ég lærði svo mikið um síðastliðinn vetur. Ég vona að þetta leiðinda kvef fari úr mér sem fyrst svo að ég þurfi ekki að vera að snýta mér úti í Frakklandi. Sumarfríið er ekki búið að vera æðislegt en samt nú alveg skemmtilegt, þrátt fyrir allt. Ég fer að vinna eftir nokkrar vikur (hlakka dáldið til) og svo er smá sumarfrí eftir og eftir það byrjar skólinn bara aftur! :O.
Þetta nægir í bili,
-Eyrún

1 ummæli:

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Oh, já þetta verður gaman hjá okkur. Kíkti á veðurspána fyrir vikuna, núna segja þeir rigning fram yfir helgi og hitastigið rétt undir 20 gráðunum.