sunnudagur, 6. febrúar 2011

Menntaskóli

Já þá er maður bara kominn í menntaskóla og er á annari önn. Lífið er gott... Það er allt frekar upptekið núna, ritgerð og próf, tómstundir og langir skóladagar... En þetta gengur allt sæmilega vel upp. Ég hef fengið frekar góðar einkunnir úr þeim prófum sem ég hef tekið á netinu og ég býst ekki við neinu öðru úr prófunum sem ég tók í skólanum (sem ég er ekki búin að fá úr).
Stundataflan mín er öll út í götum, á einum degi fer ég í skóla kl. 8:10 og er ekki búin fyrr en 15:25 en er samt bara í þrem tímum allan daginn!!! Mánudagar og þriðjudagar eru verstir. Þeir eru til 15:25 (+fimmtudagar) og á mánudögum er leikfimi svo að ég er með annan bakpoka + allar bækurnar í þeim 4 fögum sem ég er í þann sama dag. Þriðjudagar eru eiginlega eins, taskan mjög þung, þ.e.a.s. 5 möppur! Með söngmöppunni minni af því að ég fer í söng beint eftir skóla. Miðvikudagar eru bara fínir, það er þægilegt að hafa tvo erfiða daga og svo næsta dag þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan 10. En svo mæti ég árla morgunns á fimm. og fös. En er búin á sama tíma á föstudögum og miðvikudögum sem er 13:50 (þá næ ég strætó kl.14!!). Strætóinn sem ég tek er 14, hann kemur hjá verzló (kringlunni) sem er endastöðin. Frá klukkan 8-10 kemur hann á kortersfresti en frá 10-14 kemur hann á hálftíma fresti (þ.e.a.s. 45 min yfir og 15 yfir) en frá 14-... (er ekki viss, er aldrei það lengi) á kortersfresti. Það er frekar þægilegt. Ég næ strætó klukkan tvö á mið og fös. En ég næ honum 15:45 á mánudögum og fimmtudögum. (á þriðjudögum þá tek ég 14 í hina áttina af því að ég er þá nýkomin úr söng...)


Hrikaleg gaman að "blogga" aftur og láta ALLA (þ.e.a.s. fjölskylduna mína :Þ) vita af því hvað ég er búin að vera bralla, af því að ég hef ekki tíma til þess að segja þeim frá því sjálf ;)

(ég fór í fjölskyldu og húsdýragarðinn í gær og sá skriðdýrin, það var svo gaman!!)

Ykkar yndæla
-Eyrún

3 ummæli:

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Gaman að sjá blogg frá þér aftur. Ég var farin að halda að þú værir hætt. Flott nýta útlitið!kv. mamma

abelinahulda sagði...

Vááá Eyrún þetta er flott hjá þér. Gaman að fá svona yfirlit yfir daginn hjá þér. Ég hélt eins og mamma þín að þú værir bara hætt að blogga, allt of mikið að gera, en svo kemur svona skemmtilegur póstur frá þér. Vel skrifað og mjög vandað, sá enga villu í íslenskunni:-) Ekki það að ég væri að leita að því, ég bara man ekki að hafa rekið mig á neitt því líkt. Gaman að þessu Eyrún mín og vonandi getur þú gert þetta öðru hvoru svo afi og amma geti fylgst með. Takk fyrir þetta og gangi þér vel.

Unknown sagði...

Ekki var svona eðla í húsdýragarðinum??? Eru þau komin þangað til að vera?...
Gaman að lesa þetta, ég kannast við strætóáætlunina, hvenær maður kemst heim og svona. =P
En Eyrún bara eitt í lokin er ekki indæla skrifuð með venjulegu i?! Yndisleg er með ybbsiloni, en já bara svona segja..

Kær kveðja, Hrund!