þriðjudagur, 7. júní 2011

Le Francé

Kæru bloggarar og lesendur.
Það styttist óðum í æsispennandi Frakklandsferð! Ég hlakka svo til að sjá systur mína aftur og að fara á öll söfnin að skoða myndir og styttur sem ég lærði svo mikið um síðastliðinn vetur. Ég vona að þetta leiðinda kvef fari úr mér sem fyrst svo að ég þurfi ekki að vera að snýta mér úti í Frakklandi. Sumarfríið er ekki búið að vera æðislegt en samt nú alveg skemmtilegt, þrátt fyrir allt. Ég fer að vinna eftir nokkrar vikur (hlakka dáldið til) og svo er smá sumarfrí eftir og eftir það byrjar skólinn bara aftur! :O.
Þetta nægir í bili,
-Eyrún

sunnudagur, 13. febrúar 2011

Ein ótrúlega flott blómamynd frá 2010.


Ótrúlega flott, hvort sem að þið sjáið það óskýrt eður ei.
-Eyrún

föstudagur, 11. febrúar 2011

Meiri skriðdýr!!!

Slímmöndrur: .Mjög stór "bullfrog" (sem ég man ekki alveg hvað heitir):
: froskdýr sem sjást ekki mjög vel...

Vonandi nutuð þið myndanna.
-Eyrún ;)

Skriðdýrasýningin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Og þetta eru nokkur dýr sem voru í fjöl og hús... það koma fleirri í næsta pósti ;)
(sem verður eftir nokkrar mín.... ;))


-Eyrún

sunnudagur, 6. febrúar 2011

Menntaskóli

Já þá er maður bara kominn í menntaskóla og er á annari önn. Lífið er gott... Það er allt frekar upptekið núna, ritgerð og próf, tómstundir og langir skóladagar... En þetta gengur allt sæmilega vel upp. Ég hef fengið frekar góðar einkunnir úr þeim prófum sem ég hef tekið á netinu og ég býst ekki við neinu öðru úr prófunum sem ég tók í skólanum (sem ég er ekki búin að fá úr).
Stundataflan mín er öll út í götum, á einum degi fer ég í skóla kl. 8:10 og er ekki búin fyrr en 15:25 en er samt bara í þrem tímum allan daginn!!! Mánudagar og þriðjudagar eru verstir. Þeir eru til 15:25 (+fimmtudagar) og á mánudögum er leikfimi svo að ég er með annan bakpoka + allar bækurnar í þeim 4 fögum sem ég er í þann sama dag. Þriðjudagar eru eiginlega eins, taskan mjög þung, þ.e.a.s. 5 möppur! Með söngmöppunni minni af því að ég fer í söng beint eftir skóla. Miðvikudagar eru bara fínir, það er þægilegt að hafa tvo erfiða daga og svo næsta dag þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan 10. En svo mæti ég árla morgunns á fimm. og fös. En er búin á sama tíma á föstudögum og miðvikudögum sem er 13:50 (þá næ ég strætó kl.14!!). Strætóinn sem ég tek er 14, hann kemur hjá verzló (kringlunni) sem er endastöðin. Frá klukkan 8-10 kemur hann á kortersfresti en frá 10-14 kemur hann á hálftíma fresti (þ.e.a.s. 45 min yfir og 15 yfir) en frá 14-... (er ekki viss, er aldrei það lengi) á kortersfresti. Það er frekar þægilegt. Ég næ strætó klukkan tvö á mið og fös. En ég næ honum 15:45 á mánudögum og fimmtudögum. (á þriðjudögum þá tek ég 14 í hina áttina af því að ég er þá nýkomin úr söng...)


Hrikaleg gaman að "blogga" aftur og láta ALLA (þ.e.a.s. fjölskylduna mína :Þ) vita af því hvað ég er búin að vera bralla, af því að ég hef ekki tíma til þess að segja þeim frá því sjálf ;)

(ég fór í fjölskyldu og húsdýragarðinn í gær og sá skriðdýrin, það var svo gaman!!)

Ykkar yndæla
-Eyrún