sunnudagur, 25. júlí 2010

Hjólað um Suðurnes, svalir og vinna.

Síðustu helgi fór ég með fjölskyldunni minni og mörgum úr mömmu- ætt í hjólaferð um suðurnesin. Við hjóluðum frá Keflavík að Sandgerði (minnir mig :S) og þaðan að Garðskaga og Garðskagavita. Þar stoppuðum við dáldítið lengi og ég fór upp í hæsta vitann á landinu! jei! Leiðin að Garðskaga var frekar erfið, við stoppuðum oft á leiðinni og það var dálítill mótvindur mest alla leiðina. Leiðin til baka hinsvegar, aftur til Keflavíkur var mikið léttari. Beinn vegur og góður, heitt úti og svolítið logn. Hinsvegar þegar við komum heim (dauðþreytt) sá fjölskyldan mín að þau voru brennd, (ég hló nú bara dálítið) seinna þetta sama kvöld ætlaði ég að skella mér í bað, tek ég þá ekki eftir því að kálfinn minn, sá vinstri, er ótrúlega sólbrenndur að aftan. Frá sokkafari að löngu íþróttabuxna fari. Þetta var ég EKKI glöð með. Ég hafði náttúrulega ekki sett neinn sólarvörn á mig allann daginn og ekki dottið það einu sinni í hug. Við vorum allann daginn úti í sólinni að hjóla og ég brann í heildina á: kinnunum, nefinu, kálfunum, höndunum og handarbökunum. Samt var ég alveg hvít frá hnjám upp að hálsi. En ég fékk engar harðsperrur eftir hjólið (sem ég var dáldið hissa með) og þetta var alveg æðislega skemmtileg ferð.

Núna erum við fjölskyldan búin að smíða fallega pallinn okkar í garðinum. Og mamma og pabbi voru að klára þrepin og grunninn á svölum sem leiða upp í stofu. Þau eru búin að vera svo dugleg (ég er ekki búin að hjálpa þeim mjög mikið samt :S) og þau eru alveg búin að festa stigann og handrið við verðandi pallinn. Vonandi verður það búið fljótlega.

Jæja, þá komum við að leiðinlegasta umræðuefninu í lífi mínu akkúrat núna. Sumarvinnan. Ég sótti um starf á mörgum stöðum en fékk aðeins svar frá tveimur, bæði neitanir. En ég var með tryggða vinnu í TBR sem leiðbeinandi á borðtennisnámskeiði. Fyrst ég er að æfa þar og ég vann þar í fyrra var ég viss um að ég fengi starfið. En nákvæmlega eins og í fyrra mætti enginn og skráði sig enginn. Það sem við erum að gera í vinnunni er að æfa..... Gaman.....EKKI! Mér finnst alls ekki skemmtilegt í vinnunni að beinlínis sitja bara og gera ekki neitt. Suma daga mætir eiginlega enginn og við förum bara fyrr heim! Ég veit að margir eiga eftir að segja að ég sé ótrúlega heppin og bla,bla,bla en ég er það ekki. Ég mundi skipta við flest fólk með vinnur ef að þau væru þá ekki að vinna í fiski (eins og vinkona mín gerði fyrstu vikur sumarsins) eða unglingavinnunni. Náttúrulega er þetta bara unglingavinnan, ég fæ það sama borgað en ég þarf bara ekki að vera að reita arfa eða neitt þannig.

En nóg af þessu leiðinda tuði, þú nennir ekkert að vera að lesa (heyra) mig tuða endalaust og út í bláinn. Síðastliðnar vikur er ég búin að vera að læra spænsku í tölvunni á forriti sem heitir Rosetta Stone version:3. Mér gengur mjög vel og það er alveg ótrúlega skemmtilegt! Erfitt en skemmtilegt. Var ég búin að segja að ég sé komin inn í MH? Þá veistu það allavega núna. Málabraut. Mér minnir að ég valdi frönsku og spænsku sem þriðja og fjórða tungumál, en ég er ekki alveg viss hvort ég valdi spænsku eða þýsku...... Allavega, vinkona mín komst inn í Verzló og við vorum að tala um það um daginn hvað það var mikill munur á kostnaði á skólum. Hennar skólagjöld eru um 91.000! á meðan mitt er um 7000. Hvernig stendur á þessu? Ja hennar skóli er nýrri og þetta er líka með nemenda einhverju og einhverju bulli. Ég þarf kanski að fara að hlusta á hana meira þegar hún er að tala.... eh....Hvað með það. Skólasetningin er 23.ágúst minnir mig og þá fæ ég stundatöfluna og er sínt skólastofurnar. Ég hlakka hinsvegar ekki til busadagsins, meðað við það sem systir mín sagði mér frá sínum þá varð ég dáldið hrædd (hún var í MH líka).

En svona er það. Ég ákvað að setja smá spænsku í þetta blogg, bara til þess að enda það dálítið:

Hola! ¿Que es está?
Hola! ¿Que es llama?

Adios!
-Eyrún