laugardagur, 6. febrúar 2010

Hvíldu í friði.

Loppa, dverghamsturinn minn, er látinn. Hún lést í gær, ekki er vitað klukkan hvað. Við vonum að hún sé dveljandi í draumahöll, akkúrat núna, liggjandi og sofandi. Það er hrikalega sorglegt að segja frá því hvernig þetta gerðist en þetta var nú bara meiriháttar óhapp. Við eigum einnig kött, Brandur , sem einhvernveginn náði að komast inn í herbergið mitt í gær og ja... þannig var það bara. Þegar ég fór inn í herbergið mitt klukkan korter yfir 22, um kvöldið, opnaði ég hurðina á Brand er hann hljóp út úr herberginu. Ég kveikti ljósið og sá blóð og Loppu á gólfinu. Ég náði í hálsmálið á Brandi til þess að skamma hann en ég varð dáldið skelkuð. Mamma kom og við fórum saman aftur inn í herbergið mitt. Ég sá, hrikalega sjón, neðri parturinn á Loppu var á gólfinu en efri parturinn (s.s. hausinn) var fastur í rimlunum hjá búrinu. Ég fór ekkert aftur inn í herbergið mitt þetta kvöld. Mamma gekk frá og svoleiðis og ég reyndi að hugsa eins lítið um þetta og hægt var. En eina sem ég get gert ráð fyrir að gerðist var það að Brandur var að horfa á búrið, Loppa (sem var alltaf svo forvitin) fór út úr húsinu sínu og byrjaði að klifra. (Hún klifraði alltaf upp rimlana á búrinu og nagaði þá) Brandur hlýtur að hafa náð henni á meðan hún var að klifra og þið vitið restina.
Við vonum náttúrulega öll að hún hafi ekkert þjást! Nú hvílir hún vonandi í friði.

Dvel ég í draumahöll og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll lyggja nú og sofa.
Svífur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga
einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga.

R.I.P Loppa R.I.P

-Eyrún