þriðjudagur, 10. nóvember 2009

Skrekkur 2009

Já, í gærkvöldi kom að því að sýna á skrekk. Þetta gekk ótrúlega vel fyrir okku vogskelingum í byrjun dagsins. Ég var ekki neitt stressuð fyrir sýningarnar 3 í skólanum og mér leið bara vel. Það var málað á hendurnar mínar með þekjumálningu og túperað hárið, neon grænt sprey sett og "smá" hairspray. Málningin meyddi mig svo mikið, það var svo VONT!! Ég bað um að fá að skola það af mér og setja make í staðin. Ég skolaði það af með heitu vatni (það tók frekar langan tíma, en var ótrúlega þægilegt) og hélt síðan áfram að gera mig til. Við fengum Subway, dorito´s og óeðlilega flotta súkkulaði köku í skólanum. Síðan fórum við í rútuna og allir voru í MEGA GÓÐU STUÐI! Þegar við komum uppí Borgarleikhús þurftum við að bíða í dáldin tíma. Þegar við komum inn í salinn var okkur sagt Skrekks-lagið, hvaða hæð við vorum á og hvar í röðinni við vorum til að æfa. Skrekks-lagið var:,,Ég er á leiðinni", við vorum á 3.hæð, við vorum næst síðust til að æfa- en það þýddi að við vorum önnur til að sýna. Svo fórum við í kringluna í búningunum og öll sminkuð upp (nema sviðsmenn,tæknimenn og hljóðamenn)! Ég og Helena, vinkona mín, fórum saman í kringluna og við rápuðum um, fengum okkur að éta og fórum síðan aftur upp í Borgarleikhús. Við æfðum leikritið og það gekk bara vel. Við fengum eitt rensli. Fórum upp og núna byrjuðu biðin. Við fórum niður með skólanum á undan og þurftum að horfa á þeirra atriði frá "gula svæðinu". Þegar við komum á sviðið, í stöðurnar, að bíða eftir að tjaldið færi upp, þá varð ég stressuð(hafði ekki verið stressuð allann daginn), ég byrjaði að vera þreytt í fótunum, illt í maganum, og erfitt með að standa kurr. En þegar hann LOKSINS kynnti leikritið okkar:
"Einu sinni er!", tjaldið opnaðist og tónlistin byrjaði. Ég mundi að brosa, gleymdi mér ekkert, gerði stórar hreyfingar, söng vel og dansaði bjánalega! Það var svo gaman! Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur. Svo komum við upp á 3. hæð aftur og vorum svo spennt!!!! Við horfðum á hin atriðin. Svo var kallað á okkur, við fórum niður í skeifuna (á sviðinu fóru allir skólarnir í skeifu) og svo byrjaði stríðið. Allstaðar frá heyrði maður: Breiðó! Landakots! Felló! Víkurskóli! Klébergs! Vogó!!! Og margt fleirra!!!Af og til dofnaði hávaðinn en byggðist síðan upp aftur. Svo var tjaldið dregið frá (eftir það sem mér fannst vera svona 20.min) og allir öskruðu af lífs og sálar kröftum. Svo var sungið , hátt, Skrekks-lagið. Svo sögðu kynnarnir: Og annar skólinn sem kemst áfram í kvöld er.........(aðeins tveir komust áfram)Breiðarholtsskóli!!!!
Þau stukku út úr skeifunni og fögnuðu eins og brjálæðingar, við í Vogaskóla klöppuðum bara.
"Og hinn skólinn sem kemst áfram í kvöld er.........................................................Hagaskóli!!
Ég var svo stressuð, hjarta mitt datt frá hálsinum aftur niður á sinn vanastað.
Við unnum ekki en vorum samt enþá með ótrúlega mikinn spenning og æsingur í okkur öllum!
Við fórum í rútuna og aftur að Vogaskóla þar sem hvatningarliðið var og bauð okkur velkomin. Svo fór ég til Önnu, vinkonu, og fékk að hringja þar, þaðan kom systir mín að sækja mig, ég fór heim, fór í sturtu og þreif ALLT sminkið af mér!

Þetta var u.þ.b. allt sem kom á þessu kvöldi.
-Eyrún