þriðjudagur, 11. ágúst 2009

Svona er lífið

Lífið er svo skrítið stundum. En ég er búin að flytja og nærrum því allt er komið á sinn stað og allt er búið að finna sér stað. Núna þurfum við bara að selja Karfavoginn (ekki voginn sjálfan bara húsið) og þá er allt komið og klárt. Það eru svona 5-6 dagar síðan við fluttum alveg. Brandur er að venjast þessu en fyrst þegar við færðum hann varð hann dáldið skrítinn, hann er svo mikill úti köttur og við ætluðum ekki að hleypa honum út fyrr en seinna, og fyrsta nóttin var hræðileg. Hann mjálmaði og mjálmaði og mjálmaði meira. Ég vakti eiginlega alla nóttina. Mamma og pabbi þurftu að sofa inni hjá Hrund útaf því að það var svo hrikaleg fíla inní herberginu þeirra, en það er lagað núna. Það er búið að tengja tölvuna og sjónvarpið, símann og fleirra. En Sky - ið er ekki komið enn því að við þurfum að skilja gervihnattardiskinn eftir í Karfavoginum því að það kostar meira að taka hann af þakinu og setja á þakið hér en að kaupa nýjann.
Sólin skýn eins og brjálæðingur inní þessu herbergi, ég er að stikna! Algjört gluggaveður!!
Núna er ég ekki jafn upptekin og áður og ég get farið að hitta vinkonur mínar aftur eftir þennan langa tíma. Við erum ekki búnar að hittast í svo langan tíma að ég er byrjuð að sakna þeirra svo. Ein þeirra er í útlöndum og kemur heim 21. ágúst, önnur fer til Noregs einhverntímann um jólin (en kemur svo aftur) en hinar eru hér heima núna og jafnvel þó sumar eru uppteknari en aðrar ætti maður að geta náð sambandi við einhverjar. Tvær eru enþá að vinna, ein er í útlöndum, ein er einhverstaðar úti á landi og ein er heima. Hmmmmm.......... Nú þegar ég hugsa um það þá er um fátt að velja :D, nei ég segi bara svona. Reyndar ætla ég að fara að hringja í þær núna, svo ég verð að fara frá og úr tölvunni til að gera það.

Ykkar Eyrún!