föstudagur, 12. júní 2009

Sumarfrí

Jæja, nú er sumarið komið. Ég hef ekki mikið að gera í sumar nema vinna og ég er búin að fá mjög góða vinnu. Vinnan er vinnuskólinn, bara ég er að kenna í sumarnámskeiði í TBR í staðin fyrir að vera reita arfa í steinahlíð. Ég fæ það sama borgað og allir hinir í vinnuskólanum og ég vinn jafn marga tíma. Að mínu mati er ég bara með mikið skemmtilegri vinnu. Ég er eiginlega bara að fá þessa vinnu útaf því að ég er að æfa þar. Ég var ótrúlega heppin með vinnu þetta ár. Ég vona bara að vinkonur mínar eiga eftir að skemmta sér eins vel og ég á eftir að skemmta mér í sumar.

Kærasta, sumarlegasta kveðja á öllu Íslandi!
-------Eyrún