þriðjudagur, 12. maí 2009

Tónleikar

Ég var að syngja á tónleikum í gærkvöldi, mér fannst það ganga bara ansi vel. Ég söng tvo einsöngva og í þremur kór lögum. En það er meira um það á þessari síðu: www.skobara.blogspot.com ! En akkúrat núna vil ég tala um Evróvísion! Ég skrifa þetta aldrei svona en ég nenni ekki að skrifa þetta eins og þetta á að vera skrifað í raun og veru. Ég var að deyja úr stressi þegar það voru bara tvö umslög eftir. Síðan kom síðasta umslagið, snerist við og ég og fjölskyldan mín sáum Ísland og öskruðum yfir okkur "Já!!!" :D Það var mjög fyndið og ég var að deyja í eyrunum svona 3 sek. eftir það.
Ég er mjög glöð fyrir okkar hönd.
Ef ég mætti dansa á allt öðrum nótum í smá stund langar mig að kvarta pínku pons. Mér leiðist það að engar vinkonur mínar lesa það sem ég skrifa á þessa síðu! Kanski er það bara útaf því að þeim finnst það hallærislegt eða eitthvað þannig. En það væri mjög gaman ef að þær myndu lesa þetta.( þá mundi ég lesa þeirra ef að þær myndu skrifa eitthvað svona!)


Bless og góða nótt
Kv. Eyrún

ÁFRAM ÍSLAND!!!!