miðvikudagur, 8. apríl 2009

Veikindi

Veikindi er pirrandi hlutur. Einn daginn líður þér vel og þann næsta, ertu með brennandi hita. Ég svaf mjög illa í nótt, og ég meiði mig svo mikið í augunum núna að ég nenni ekki að lýsa því því að það mundi vera svo mörg lýsingarorð í setningunni. Ég er sífellt hóstandi og nefið er ekki í hrikalega góðu standi. Mér leiðist svo mikið að vera heima og gera ekki neitt, en guði sé lof að pabbi minn og systir mín eru líka í páskafríi og mamma mín fer í páskafrí á morgun. En það fyndna er að systir mín er líka veik, reyndar er það bara ekkert fyndið en ég meina. Það er svo gott veður úti og það eina sem mig langar að gera er að fara út og skokka eða einhvað skemmtilegra (:D). En ég get það ekki útaf því að ég er veik og útaf því að , eins og ég sagði áðan, ég er að drepast í augunum. Yngsti bróðir mömmu minnar og fjölskylda hans voru að koma aftur til Íslands í gærkvöldi og ég hlakka ekkert mega mikið að hitta þau (ef að ég má það útaf því að ég er veik). Síðast liðna daga er ég ekki búin að vera viss um það hvort að það eru æfingar eða ekki, ég held samt að það var/er ekkert páskafrí, og ég er ekkert búin að fara á æfingu svo að ég fæ ekki að prófa nýja spaðann minn! Ótrúlega ósanngjarnt!!!

Þetta er allt sem að augun mín geta tekið.
kv. Eyrún

fimmtudagur, 2. apríl 2009

Halló! :D

Gott kvöld, ég hef ekki verið nógu dugleg að fara í tölvuna og skrifa hérna inn í, enda finn ég ekki mikið til að skrifa um. Ég ætla því ekki að segja að ég ætla að skrifa oftar, því að mér finnst það ólíklegt. Þegar ég er í tölvunni þá er ég að kíkja á heimanámið, leikjum á netinu og fleirra. Kanski msn svona af og til. En ég get ekki lofað því að vera duglegri að skrifa en ég get reynt.
Þessa dagana er ekkert hrikalega mikið að gerast, enþá að æfa borðtennis og söng, tónleikar einhverntíman eftir páska og mót á laugard. Annars ekki mjög mikið.
Fjölskyldan var að kaupa singstar ABBA ps3, og hún (fjölskyldan) er líka að spá í að kaupa eitthvað hús í Langagerði, rétt hjá vinkonu minni. Ég er ekkert hrikalega spennt, enda er ég aldrei spennt þegar þau tala um að flytja, mér fannst húsið ekkert hrikalega æðislegt. Það er fínt en ekki neitt svona mega neitt, skiljiði???

En það er allt sem ég ætla að skrifa í bili!

Gleðilega páska allir saman!!!!

Kv. Eyrún!!!