laugardagur, 26. desember 2009

Jól

Já nú eru jólin búin og daga - greiningin mín fór með þeim, allt í einu var komin föstudagur og ég hafði bara enga glóru hvaða dagur það var! En núna er laugardagur og mér finnst það allt svo skrítið. En ég vil óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Og ég vil sérstaklega þakka öllum fyrir gjafirnar, ég get notað þær allar! Þær eru æðislegar.

Gleðileg jól!

-Eyrún

þriðjudagur, 10. nóvember 2009

Skrekkur 2009

Já, í gærkvöldi kom að því að sýna á skrekk. Þetta gekk ótrúlega vel fyrir okku vogskelingum í byrjun dagsins. Ég var ekki neitt stressuð fyrir sýningarnar 3 í skólanum og mér leið bara vel. Það var málað á hendurnar mínar með þekjumálningu og túperað hárið, neon grænt sprey sett og "smá" hairspray. Málningin meyddi mig svo mikið, það var svo VONT!! Ég bað um að fá að skola það af mér og setja make í staðin. Ég skolaði það af með heitu vatni (það tók frekar langan tíma, en var ótrúlega þægilegt) og hélt síðan áfram að gera mig til. Við fengum Subway, dorito´s og óeðlilega flotta súkkulaði köku í skólanum. Síðan fórum við í rútuna og allir voru í MEGA GÓÐU STUÐI! Þegar við komum uppí Borgarleikhús þurftum við að bíða í dáldin tíma. Þegar við komum inn í salinn var okkur sagt Skrekks-lagið, hvaða hæð við vorum á og hvar í röðinni við vorum til að æfa. Skrekks-lagið var:,,Ég er á leiðinni", við vorum á 3.hæð, við vorum næst síðust til að æfa- en það þýddi að við vorum önnur til að sýna. Svo fórum við í kringluna í búningunum og öll sminkuð upp (nema sviðsmenn,tæknimenn og hljóðamenn)! Ég og Helena, vinkona mín, fórum saman í kringluna og við rápuðum um, fengum okkur að éta og fórum síðan aftur upp í Borgarleikhús. Við æfðum leikritið og það gekk bara vel. Við fengum eitt rensli. Fórum upp og núna byrjuðu biðin. Við fórum niður með skólanum á undan og þurftum að horfa á þeirra atriði frá "gula svæðinu". Þegar við komum á sviðið, í stöðurnar, að bíða eftir að tjaldið færi upp, þá varð ég stressuð(hafði ekki verið stressuð allann daginn), ég byrjaði að vera þreytt í fótunum, illt í maganum, og erfitt með að standa kurr. En þegar hann LOKSINS kynnti leikritið okkar:
"Einu sinni er!", tjaldið opnaðist og tónlistin byrjaði. Ég mundi að brosa, gleymdi mér ekkert, gerði stórar hreyfingar, söng vel og dansaði bjánalega! Það var svo gaman! Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur. Svo komum við upp á 3. hæð aftur og vorum svo spennt!!!! Við horfðum á hin atriðin. Svo var kallað á okkur, við fórum niður í skeifuna (á sviðinu fóru allir skólarnir í skeifu) og svo byrjaði stríðið. Allstaðar frá heyrði maður: Breiðó! Landakots! Felló! Víkurskóli! Klébergs! Vogó!!! Og margt fleirra!!!Af og til dofnaði hávaðinn en byggðist síðan upp aftur. Svo var tjaldið dregið frá (eftir það sem mér fannst vera svona 20.min) og allir öskruðu af lífs og sálar kröftum. Svo var sungið , hátt, Skrekks-lagið. Svo sögðu kynnarnir: Og annar skólinn sem kemst áfram í kvöld er.........(aðeins tveir komust áfram)Breiðarholtsskóli!!!!
Þau stukku út úr skeifunni og fögnuðu eins og brjálæðingar, við í Vogaskóla klöppuðum bara.
"Og hinn skólinn sem kemst áfram í kvöld er.........................................................Hagaskóli!!
Ég var svo stressuð, hjarta mitt datt frá hálsinum aftur niður á sinn vanastað.
Við unnum ekki en vorum samt enþá með ótrúlega mikinn spenning og æsingur í okkur öllum!
Við fórum í rútuna og aftur að Vogaskóla þar sem hvatningarliðið var og bauð okkur velkomin. Svo fór ég til Önnu, vinkonu, og fékk að hringja þar, þaðan kom systir mín að sækja mig, ég fór heim, fór í sturtu og þreif ALLT sminkið af mér!

Þetta var u.þ.b. allt sem kom á þessu kvöldi.
-Eyrún

sunnudagur, 13. september 2009

Klukk!

4. staðir sem ég hef búið á:
Danmörk, er ekki viss hvar
Fiskakvísl 6
Karfavogi 34, 104 Reykjavík
Skipasund 63, 104 Reykjavik

4. góðar bækur:
Harry Potter settið - J. K. Rowling
Bróðir minn ljónshjarta -Aastrid Lindgren
Harðskafi - Arnaldur Indriðason
Blekhjarta -Cornelia Funke

4. góðar kvikmyndir
Moulin Rouge
Down with love
Titanic
Van Helsing

4.sjónvarpsþættir
Friends
Charmed
How I met your mother
Smá Heroes

4. staðir í fríum
Kaupmannahöfn
París
Hveragerði
Skagaströnd

4. veitingastaðir
McDonalds
Aktu taktu
Pizza Hut
Kentucky fried chicken

4. störf
Unglingavinnan
TBR
Passa hjá ættingjum (?)
.........................

fimmtudagur, 3. september 2009

Afmæli

Já ég á afmæli í dag. 15 ára. Mér finnst það vera svo mikið! Ég er samt ekki nærrum því jafn spennt og ég var fyrir 5 árum. Þá vissi ég allavega eitthvað sem ég vildi, meira en tvennt, get ég sko sagt ykkur! En ekki mikið meira til að segja um það.

Commentið ef þið viljið skila afmæliskveðju!!!! :D:Þ

-Eyrún

þriðjudagur, 11. ágúst 2009

Svona er lífið

Lífið er svo skrítið stundum. En ég er búin að flytja og nærrum því allt er komið á sinn stað og allt er búið að finna sér stað. Núna þurfum við bara að selja Karfavoginn (ekki voginn sjálfan bara húsið) og þá er allt komið og klárt. Það eru svona 5-6 dagar síðan við fluttum alveg. Brandur er að venjast þessu en fyrst þegar við færðum hann varð hann dáldið skrítinn, hann er svo mikill úti köttur og við ætluðum ekki að hleypa honum út fyrr en seinna, og fyrsta nóttin var hræðileg. Hann mjálmaði og mjálmaði og mjálmaði meira. Ég vakti eiginlega alla nóttina. Mamma og pabbi þurftu að sofa inni hjá Hrund útaf því að það var svo hrikaleg fíla inní herberginu þeirra, en það er lagað núna. Það er búið að tengja tölvuna og sjónvarpið, símann og fleirra. En Sky - ið er ekki komið enn því að við þurfum að skilja gervihnattardiskinn eftir í Karfavoginum því að það kostar meira að taka hann af þakinu og setja á þakið hér en að kaupa nýjann.
Sólin skýn eins og brjálæðingur inní þessu herbergi, ég er að stikna! Algjört gluggaveður!!
Núna er ég ekki jafn upptekin og áður og ég get farið að hitta vinkonur mínar aftur eftir þennan langa tíma. Við erum ekki búnar að hittast í svo langan tíma að ég er byrjuð að sakna þeirra svo. Ein þeirra er í útlöndum og kemur heim 21. ágúst, önnur fer til Noregs einhverntímann um jólin (en kemur svo aftur) en hinar eru hér heima núna og jafnvel þó sumar eru uppteknari en aðrar ætti maður að geta náð sambandi við einhverjar. Tvær eru enþá að vinna, ein er í útlöndum, ein er einhverstaðar úti á landi og ein er heima. Hmmmmm.......... Nú þegar ég hugsa um það þá er um fátt að velja :D, nei ég segi bara svona. Reyndar ætla ég að fara að hringja í þær núna, svo ég verð að fara frá og úr tölvunni til að gera það.

Ykkar Eyrún!

föstudagur, 12. júní 2009

Sumarfrí

Jæja, nú er sumarið komið. Ég hef ekki mikið að gera í sumar nema vinna og ég er búin að fá mjög góða vinnu. Vinnan er vinnuskólinn, bara ég er að kenna í sumarnámskeiði í TBR í staðin fyrir að vera reita arfa í steinahlíð. Ég fæ það sama borgað og allir hinir í vinnuskólanum og ég vinn jafn marga tíma. Að mínu mati er ég bara með mikið skemmtilegri vinnu. Ég er eiginlega bara að fá þessa vinnu útaf því að ég er að æfa þar. Ég var ótrúlega heppin með vinnu þetta ár. Ég vona bara að vinkonur mínar eiga eftir að skemmta sér eins vel og ég á eftir að skemmta mér í sumar.

Kærasta, sumarlegasta kveðja á öllu Íslandi!
-------Eyrún

þriðjudagur, 12. maí 2009

Tónleikar

Ég var að syngja á tónleikum í gærkvöldi, mér fannst það ganga bara ansi vel. Ég söng tvo einsöngva og í þremur kór lögum. En það er meira um það á þessari síðu: www.skobara.blogspot.com ! En akkúrat núna vil ég tala um Evróvísion! Ég skrifa þetta aldrei svona en ég nenni ekki að skrifa þetta eins og þetta á að vera skrifað í raun og veru. Ég var að deyja úr stressi þegar það voru bara tvö umslög eftir. Síðan kom síðasta umslagið, snerist við og ég og fjölskyldan mín sáum Ísland og öskruðum yfir okkur "Já!!!" :D Það var mjög fyndið og ég var að deyja í eyrunum svona 3 sek. eftir það.
Ég er mjög glöð fyrir okkar hönd.
Ef ég mætti dansa á allt öðrum nótum í smá stund langar mig að kvarta pínku pons. Mér leiðist það að engar vinkonur mínar lesa það sem ég skrifa á þessa síðu! Kanski er það bara útaf því að þeim finnst það hallærislegt eða eitthvað þannig. En það væri mjög gaman ef að þær myndu lesa þetta.( þá mundi ég lesa þeirra ef að þær myndu skrifa eitthvað svona!)


Bless og góða nótt
Kv. Eyrún

ÁFRAM ÍSLAND!!!!

miðvikudagur, 8. apríl 2009

Veikindi

Veikindi er pirrandi hlutur. Einn daginn líður þér vel og þann næsta, ertu með brennandi hita. Ég svaf mjög illa í nótt, og ég meiði mig svo mikið í augunum núna að ég nenni ekki að lýsa því því að það mundi vera svo mörg lýsingarorð í setningunni. Ég er sífellt hóstandi og nefið er ekki í hrikalega góðu standi. Mér leiðist svo mikið að vera heima og gera ekki neitt, en guði sé lof að pabbi minn og systir mín eru líka í páskafríi og mamma mín fer í páskafrí á morgun. En það fyndna er að systir mín er líka veik, reyndar er það bara ekkert fyndið en ég meina. Það er svo gott veður úti og það eina sem mig langar að gera er að fara út og skokka eða einhvað skemmtilegra (:D). En ég get það ekki útaf því að ég er veik og útaf því að , eins og ég sagði áðan, ég er að drepast í augunum. Yngsti bróðir mömmu minnar og fjölskylda hans voru að koma aftur til Íslands í gærkvöldi og ég hlakka ekkert mega mikið að hitta þau (ef að ég má það útaf því að ég er veik). Síðast liðna daga er ég ekki búin að vera viss um það hvort að það eru æfingar eða ekki, ég held samt að það var/er ekkert páskafrí, og ég er ekkert búin að fara á æfingu svo að ég fæ ekki að prófa nýja spaðann minn! Ótrúlega ósanngjarnt!!!

Þetta er allt sem að augun mín geta tekið.
kv. Eyrún

fimmtudagur, 2. apríl 2009

Halló! :D

Gott kvöld, ég hef ekki verið nógu dugleg að fara í tölvuna og skrifa hérna inn í, enda finn ég ekki mikið til að skrifa um. Ég ætla því ekki að segja að ég ætla að skrifa oftar, því að mér finnst það ólíklegt. Þegar ég er í tölvunni þá er ég að kíkja á heimanámið, leikjum á netinu og fleirra. Kanski msn svona af og til. En ég get ekki lofað því að vera duglegri að skrifa en ég get reynt.
Þessa dagana er ekkert hrikalega mikið að gerast, enþá að æfa borðtennis og söng, tónleikar einhverntíman eftir páska og mót á laugard. Annars ekki mjög mikið.
Fjölskyldan var að kaupa singstar ABBA ps3, og hún (fjölskyldan) er líka að spá í að kaupa eitthvað hús í Langagerði, rétt hjá vinkonu minni. Ég er ekkert hrikalega spennt, enda er ég aldrei spennt þegar þau tala um að flytja, mér fannst húsið ekkert hrikalega æðislegt. Það er fínt en ekki neitt svona mega neitt, skiljiði???

En það er allt sem ég ætla að skrifa í bili!

Gleðilega páska allir saman!!!!

Kv. Eyrún!!!

mánudagur, 19. janúar 2009

Próf, próf og fleirri próf !!

Prófin alveg ýtast á mann þessa daga. Ég er búin að fara í 4 próf og öll prófin til samans þá eru þetta öll fögin mín (fyrir utan val og þannig)! Og síðan erum við líka að fara í enn eina "vímuefnafræðslu", sem að er bara annað orð fyrir "leiðinlegasta tíma í öllum alheiminum!!!!". Ég er orðin svo ótrúlega leið á þessum "fræðslum". Ég meina, við erum búin að heyra þetta svona milljón, trilljón sinnum, afhverju þarf að "minna okkur á þetta" á hverju einasta ári! Við munum þetta alveg: Ekki neyta vímuefna!!! We Get IT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ekki reykja, ekki taka dóp, ekki neyta áfengis!!!!!!!!!!!!!!!! Við munum þetta. Allavana man ég þetta, ætla ekki að gera það eða hugsa um það, og þegar þau eru alltaf að minna okkur á, þá man ég alltaf eftir þessu og það er svo ótrúlega pirrandi!

Takk fyrir að lesa kvörtunina mína! :D

-Ég