mánudagur, 1. september 2008

2 Dagar í afmæli

Nú styttist í það að ég verði 14 ára og því er ég bæði glöð og leið yfir. Ég verð ekkert barn lengur þó það var gaman. Ég á eftir að sakna þess að ekki verða leið á leikjum eftir 5-10 mínútur. Já, því og mörgu öðru á ég eftir að vera leið yfir. Ég fæ ekki nærrum því jafn margar gjafir :( ! Bara grín!! :D Ég hélt upp á afmælið mitt fyrir vinkonur mínar á laugardaginn, það var mjög gaman. Ég er alveg að verða fullorðin en fyrst þarf ég að klára 9. bekk og 10. bekk sem verður ekkert eins og að setja sykur í salt. :þÞótt 13 ár séu liðin man ég örruglega bara 10 af þeim öllum. Þetta er eins og áralangur tími fyrst en svo tekur þetta bara sekúndubroti að líða hjá.Mín kærasta kveðja Eyrún