laugardagur, 28. júní 2008

Hjólaferð

Fór í hjólaferð með fjölskyldunni í dag upp í kópavog. Það var hræðilega erfitt, mest útaf því að leiðin er svo mikið af brekkum! En það var ekki svo erfitt að hjóla upp í kópavog það var mest erfitt að hjóla aftur heim. Það var mótvindur nærrum allann tímann! Það var hræðilega erfitt! En við komumst heim.

Þetta var fín ferð.

sjáumst seinna! :D

þriðjudagur, 17. júní 2008

17. Júní

Hæ, hó og jibbí jei og jibbí jei, það er kominn 17. júní! Dagurinn er runninn upp og ég er hræðilega hissa og glöð með veðrið, og ég vona að það á eftir að verða svona heitt og blítt í allann dag!

Og allir saman : ,,Gleðilegan 17. júní"


Búið í bili!!!!

mánudagur, 9. júní 2008

Vinnuskóli

Fyrsti vinnudagurinn minn í unglingavinnunni og ég er pínku-pons stressuð. Ég veit ekki mikið um þetta og ég held að það er það sem ég er mest stressuð um. (svona 2/23) Mér er dáldið illt í maganum akkúrat núna og er að vona að það á eftir að fara í burtu áður en ég er komin eða akkúrat þegar ég er komin á staðinn. Ég ætla ekki að hafa þetta einhverja hræðilega ritgerð svo ég vona að þið commentið á þetta eins og margt annað.

Sjáumst síðar!