föstudagur, 25. apríl 2008

Spreyja fyrir pöddum

Í dag á einhver maður eftir að koma og spreyja eitri fyrir silfurskottum. Ég hlakka ekki það mikið til :D. En við fjölskyldan þurfum að fara upp á brúnó (þar sem amma mín og afi eiga heima) því að við meigum ekki vera heima þegar hann er að spreyja. En ég þarf að fara í skólann núna!

Heyrumst seinna!

Eyrún

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Svindlpróf

Ég er að fara í svindlpróf í samfélagsfræði á mrg. Ég hlakka ekki mikið til, eiginlega bara útaf því að ég hata próf og hreinlega nenni því ekki, en ég meina hver mundi nenna að fara í próf!
Ég er ekki búin að fara í tölvuna í mjög langann tíma og þess vegna er ég ekkert búin að skrifa neitt nýlega. Ég hlakka svo ótrúleg til sumars! En í morgun var ég svo fúl og í gærkveldi líka! Í gærkvöldi (:D) byrjaði að snjóa, svona létt og fallega, en ég var ekkert svo glöð með það. En svo í morgun, þá horfði ég út og sá hrúguna af snjónum sem var úti og ég varð alveg kolvitlaus yfir þessu! En samt glöð yfir því að allavana núna gátum við ekki farið í útihlaup í leikfimi! Loppa er búin að vera frekar dugleg að stækka. Ég vil óska Ingu til hamingju með afmælið í dag! Og líka öllum hinum sem eiga afmæli í dag sem ég man ekki akkúrat núna hverjir það eru! :D ;D.

Heyrumst síðar!