þriðjudagur, 25. mars 2008

Páskar

Páskarnir voru á sunnudaginn. Ég fékk númer 6 strumpa-egg (mig líkar við strumpa :D)! Ég er enþá að borða mitt. Frænkur mínar og frændur komu frá Danmörku og það var svo gaman að sjá þau aftur. Litla frænka mín var svo mikið krútt! Hún er búin að læra að labba og tala smá, hún er svo mikið krútt! Og frændi minn líka! Mér finnst þau systkinin vera svo lík að það er ekki eðlilegt! En þau eru svo sæt! ;D Ég hef eiginlega ekkert meira að segja, þannig !

Sjáums!

mánudagur, 17. mars 2008

Ferming ! ! ! ! ! ! ! ! ! !

Fermingin mín var í gær. Ég var ekki mjög stressuð en samt einhvað. Fyrst kom Jenný og gerði einhvað ógó flott í hárið á mér svo fórum við fjölskyldan í myndatöku svo fórum við heim að fá okkur að borða og næst fór ég og mamma upp í kirkju. Þegar mamma og ég mættum í kirkjuna þá báðum við prestinn að skrifa dálítið í sálmabókina. Næst fór mamma. Ég sá að einn bekkjarbróðir minn ætlaði að halda veisluna í kirkjunni og svo sá ég Helenu og labbaði til hennar. Hún var ógó flott í mergjaðslega flottum fötum og með ótrúlega flotta klippingu í hárinu. Við löbbuðum og röbbuðum og svo næst fórum við í kirtlana og svo biðum við í smá. Síðan þurftum við að labba út, ég hugsaði með sjálfum mér: Oh my gat ! Þetta er að fara að byrja :S. Ég var orðin stressuð. Við löbbuðum inn, allir stönduðu ( hehe) upp og tóku myndir, þarna voru fjölskydlumeðlimirnir á þriðja bekk fremst. Ég stóð upp fyrir framan sætið (eins og átti að gera) síðan gerði presturinn tákn og við sestumst niður. Næst byrjaði hann að tala og tala. Síðan sungum við og fullt annað. Næst byrjaði fermingin, hver á eftir öðrum fóru þau upp. Ég var á eftir stráki og 10unda í röðinni að fara upp. Þegar strákurinn sem var á undan mér fór upp fékk ég fiðrildi í magann, ég var næst. Ég stóð upp, presturinn sagði nafninð mitt, ég labbaði til hans hann sagði ........ viltu hafa Jesú Krist sem leiðtoga lífs þíns? Ég svaraði já (náttúrulega), ég kraup niður á púðan, ég titraði. Ætlaði að prófa að hafa lokuð augun en það virkaði ekki ég sveiflaðist þá bara. Hann setti hendina á höfuðið á mér. Skórninr mínir voru svo sleipir að ég hélt ég mundi annaðhvort renna á púðanum og detta á prestinn eða renna þegar ég mundi standa upp. Ég stóð upp, ég rann ekki, ég sagði versið mitt ,, Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá" síðan sagði hann einhvað og ég tók í hendina á honum og sagði: Amen. Ég labbaði aftur að sætinu mínu. Andaði djúpt þetta var búið. Það var eins og flóð í skónum mínum ég var svo stressuð. Næst var bara altarisgangan. Ég labbaði fyrir aftan einhvern og fjölskyldan mín kom. Ég labbaði upp og beið. Hann gaf mér brauð og sagði einhvað, ég tók það upp og dífði því (mjög lítið) ofan í vínið. Ég stakk því upp í mig og byrjaði að tyggja eins hratt og ég gat. Ég gleymdi að signa mig. Þetta ógeðslega bragð sem var í munninum á mér var ekki hægt að útskýra betur. Vínið var ekki gott og hafði ógeðslegt eftirbragð og pappírinn , afsakið, "brauðið" var ekki gott og var bara pappír! Næst settist ég niður. Svo fórum við öll í stellingar fyrir myndatökur. Svo þurftum við að labba út. Næst fórum við heim að ná í matinn og annað. Þegar við vorum kominn inn í kópavog gerðum við allt til. Næst komu allir og ég bauð þeim gjörið svo vel að fá sér að borða. Vinkonur mínar voru komnar, og næst kom Hrafnhildur. Ég fékk ér að borða og vinkonur mínar líka. Síðan þurfti ég að syngja fyrir þau og minnti þau svo á að skrifa í gestabókina. Allir fóru og ég byrjaði að opna pakkana þegar fjölskyldan mín var enþá þarna. Ég fékk, 2 skartgripaskrín, 3 hálsmen, 2 eyrnalokka, 1 hring, ferða-snyrtitösku, afmælisdagbók, 2 bækur, FARTÖLVU og MYNDAVÉL! Og fullt af peningi! Sápur, gloss og hárbursta. Þetta var frábær dagur! Vonandi á ég eftir að hafa fleiri svona frábæra degi!!!

Búið í bili ! ! !

sunnudagur, 9. mars 2008

Vika í fermingu!

Í gær gerðum við (ég, mamma og Hrund) styttu á kransakökuna okkar úr LEIR alveg SJÁLFAR!!! Það var ótrúlega gaman og hún er ekki alveg eins og ég en hún er í alveg eins fermingarkjól og ég :D. En hún er með hvítt hár og ekkert andlit :D en hún er ekki creapy þrátt fyrir að hafa ekkert andlit. En á eftir fer ég í fermingarveisluna hennar Meganar og gef henni .......F.R.I.E.N.D.S. seríu 2................ Því að hún vildi hana :p. Svo vil ég óska Önnu til hamingju með 14 ára afmælið í dag!!! CONGRATS. Ég hlakka svo ótrúlega til í ferminguna mína sem er eftir VIKU, aðeins eina viku, og kanski fæ ég einhverja göf sem er á óskalistanum mínum... WHO KNOWS???? Ég er svo ótrúlega spennt yfir þessu að ég er að freak-a út! Amma og afi (upp í kóp.) eru enþá að setja upp (nýja) stigann og í fyrradag voru þau enþá að rífa niður vegginn!!! (mest afi því amma er dáldið illt í mjöðminni) . Svo vil ég spyrja ykkur hvort ykkur finnst að orðið MAYBE á íslensku er skrifað : KANSKI eða KANNSKI.
Geriði það og kjósið , og geriði það bara fyrir mig! Hvað finnst ykkur rétt eitt N eða tvö N.

Búið í bili og KJÓSIÐ VEL !!!

miðvikudagur, 5. mars 2008

Árshátíð

Á morgun er árshátíðin í skólanum mínum. Fyrsta árshátíðin mín. Þetta verður ógó gaman og ég ætla að vera í bleikum kjól með vafflað hár og hvíta skó og bleika eyrnalokka. Ég ætla að vera skutluð á hana útaf kjólnum og vera sótt líka. Það verður súkkulaði-gosbrunnur og alskyns góðgæti og ég ætla að .............SYNGJA.............. í hátíðinni !!! OMG !! Vonandi verð ég ekki of stressuð á meðan ég er að syngja og ekki syngja vel! En já þetta verður gaman!

Búið í bili!