föstudagur, 29. febrúar 2008

Afmælis-veislur

Á eftir fer ég í afmælisveisluna hennar Hrafnhildar og ég ætla gefa henni mjög góða gjöf! Að mínu mati. Vonandi elskar hún hana! En svo á mrg (morgun) þá fer ég í afmælisveislu til Önnu en hún á í alvörunni afmæli 9.mars en getur ekki haldið það þá. Þannig á morgun fer ég til hennar klukkan 18 (6) og gef henni ÓGÓ góða gjöf að ef að hún vill hana ekki ætla ég að eiga hana!!!!!
En svo ætlum við að gista (við stelpurnar) hjá henni og horfa á mynd og allskonar einhvað!

Búid í bili!!!!!!!!!!!!!!!!!!

:Þ !!!!!!!!!!!!!!!

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Dverghamstur og fermingarundirbúningur

Í fyrradag fór ég að ná í fermingarkertið mitt og gestabókina mína í Karmelluklaustur í Hafnarfirði. Kertið leit ógó vel út og inní gestabókinni líka. En eftir að við náðum í það fórum við til einhvers fólks til að fá búrið þeirra og alskins fyrir dverghamsurinn og svo fórum við í dýrabúðina. Þegar við komum í dýrabúðina fundum við fyrst hjól fyrir dverghamsturinn minn og matarskál, vatnshylki og hús. Síðan völdum við dverghamsturinn. Ég valdi unga, sem er annaðhvort stelpa eða strákur það getur nefnilega verið bæði því að það er svo erfitt að sjá það þegar þau eru svona ung. En ég vildi stelpu og ég valdi hana og ég nefndi hana Loppu útaf því að þegar hún var í kassanum áður en hún fór í búrið var hún alltaf að "krafsa" í botnin með loppunum þess vegan nefndi ég hana Loppu. Ég er búin að læra trúarjátninguna utanað og gullnu regluna og einhvað annað sem ég man ekki alveg akkúrat núna. Áðan vorum við að gera fermingarkortin mín (sem ég sendi út) en við erum ekki búin að klára þau en við vorum að byrja á þeim.
Búið í bili

Þetta er Loppa :

laugardagur, 9. febrúar 2008

Eldingar og óveður

Í gærkvöldi var svo mikið rok að maður gat varla staðið í fæturna! Það var svo mikið rok að við vildum ekki leyfa Brandi að fara út! Líka í gærkvöldi þegar við vorum inní stofu að horfa á mynd (Ratatoille) þá sáum við ELDINGU ! sem var um það bil 15 sek. frá okkur! Seinna kom önnur og þriðja og fjórða! Það var ótrúlegt! Sky virkaði ekki útaf óveðrinu úti! Það komu allavega 4 eldingar í gærkvöldi og það var Mega skrítið! Svo byrjuðum við líka að horfa á Oklahoma en við hættum útaf því að við vorum svo þreittar og það var orðið dáldið seint ( :D reyndar ekki orðin 11(23) hehe). Hrund þurfti að sofa á dýnu á gólfinu mínu því að það var mótvindur á gluggan í hennar herbergi.

Vonandi verður ekki aftur svona mikið óveður í MJÖG langan tíma.

Búið í bili !! "Thats all folk´s"

Grímuball

Í fyrradag fór ég á grímuball í skólanum. Það var MEGA gaman. Ég var til 22 (10) og ég hef alltaf farið einhvað yfir 9 (21). Það var eins og ég sagði hér fyrir ofan MEGA gaman og ég vann ekki flottustu grímuna og ég var með ógó flotta grímu en ég held að ég vann ekki útaf því að ég var ekki með hana á mér allan tímann ég tók hana af mér útaf því að hún var að pirra mig dáldið. En það kom fullt af góðum lögum eins og: spoon full of sugar, magarena (með strumpunum), nakinn eins og þú, sódóma, pump it (eða radio). Ég man ekki fleiri, en ég er leið yfir því að "I dont feel like dancing" kom ekki. En það var mjög gaman og mér fannst það leiðinlegt að Helena kom ekki. :( !!!!!!!!!!!!!!!!

Búið í bili

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Öskudagur

Í dag er öskudagur!!! Í dag fór ég ekki að snýkja eins og (öll) síðustu árin, ég var heima og lék mér með Hrafnhildi. Hún kom til mín í morgun og Anna líka en Anna fór svo, um 1 leitið, first höfðum við ekkert að gera, ekki neitt en svo fórum við í WII og horfðum á Charmed og lékum okkur. Fórum til Önnu og hjálpuðum henni að finna föt til að vera í (hún fór að sníkja með Megan og kanski líka Helenu og Birtu). Svo byrjaði að snjóa alveg klikkaðslega þega ég og Hrafnhildur fórum út í Óla-búð (sjoppa) og keyptum okkur nammi. Ég keypti mér bara íshokkí pökk (NAMMI) en Hrafnhildur fékk sér bland í poka, íshokkí pökk og þrist-a. Svo þegar við komum aftur heim til mín horðum við á Charmed svo fórum við í "leik" og svo í WII og svo þurfti hún að fara heim og á æfingu.

BÚIÐ Í BILI!!!

GLEÐILEGAN ÖSKUDAG!!!!!!!!!!!!!!