fimmtudagur, 31. janúar 2008

Of mikil "fræðsla"

Það er alltof mikil fermingafræðsla fyrir ferminguna. Ég þarf að læra UTANAÐ :

Faðir vor
Trúarjátning
Tvöfalda kærleiksboðorðið
Gullna reglan
Blessunarorðin
Boðorðin tíu
Signing

Og ég kann faðir vorið, gullnu regluna og signinguna!

Ég man næstum því alla trúarjátninguna og 6 af 10 boðorð. Þannig...............
Hér kemur það sem ég á EFTIR að læra utan-að!

TRÚARJÁTNING
Ég trúi á Guð, föður almáttugann, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesu Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma ða dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf. Amen.

TVÖFALDA KÆRLEIKSBOÐORÐIÐ
Elska skaltu Drottinn, Guð þinn,af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

BLESSUNARORÐIN
Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið. Amen.

BOÐORÐIN 10
1. Ég er Drottinn guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa.
2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.
3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagann.
4. Heiðra skaltu föður þinn og móður.
5. Þú skalt ekki mann deyða.
6.Þú skalt ekki drýgja hór.
7. Þú skalt ekki stela.
8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
10. Þú skalt ekki girnast maka náunga þíns, þjón, þernu né nokkuð það sem náungi þinn á.

Búið í bili!!! :Þ

mánudagur, 14. janúar 2008

Skírn

Á laugardaginn fór ég í skrírn til litlu frænku minnar (dóttur Arnars og Helgu, litla systir Ívars) og ég hlakkaði svo til! Hún var skírð 12.janúar 2008! Og frændi minn Bjarni átti afmæli þann dag líka! Þannig til hamingju með afmælið Bjarni! Já, en hún var skírð í kópavogskirkju klukkan 1 eftir hádegi þannig eiginlega klukkan 13. Jæja það var gefið henni nafnið.............................................. Íris Hulda Arnarsdóttir!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þannig tvær litlu frænkur mínar heita eftir ömmu minni. Amma mín heitir Abelína Hulda og ein litla frænka mín heitir ABELÍNA Saga en svo þessi nýja heitir Íris HULDA þannig! líka ég elska það nafn! Mér finnst það vel valið hjá þeim!

Það er allt fyrir núna bæjj!!

mánudagur, 7. janúar 2008

Hata magann minn ! :(

Ég hreinlega HATA MAGANN MINN!! og ég er ekki að grínast! á fimmtudagskvöldi þá átti ég að fara í skólann á fös. og um kvöldið ætlaði ég aldrei að ná að fara að sofa og svaf bara í 4 klukkutíma og leið svo illa í skólanum að ég þurfti að fara heim ! Þegar ég kom heim þá tók ég bara sæng fór upp í sófa fékk mér að borða og reyndi svo að sofna. Ég náði að sofna í dáldinn tíma (veit ekki hve mikinn) og ég varð svo glöð! og svo var ég bara heima restina af deginum. Svo í gærkvöldi gerðist þetta aftur! Og þá stakk pabbi minn uppá að ég ætti kanski að horfa á einhvern þátt og mamma sagði að það væri góð hugmynd og gæti róað mig niður (ég var skjálfandi og útaf því að ég "skalf" fannst mér eins og ég þurfti að æla). Ég prófaði það og horfði á nokkra F.R.I.E.N.D.S. þætti og borðaði smá á meðan og leið mikið betur, fór svo aftur upp í rúmið mitt og NÁÐI að sofna! Ég vaknaði (eiginlega) hress í morgun og mér leið ekkert illa í skólanum í dag!

Það er allt sem ég nenni að segja akkúrat núna!

þriðjudagur, 1. janúar 2008

2008 !

Gleaðilegt nýtt ár allir saman! Frá minni fjölskyldu til ykkar! :D

Vona að þið hafið það gott á nýju ári!