miðvikudagur, 29. október 2008

Of mikið að gera

Ég hef allt of mikið að gera! Sérstaklega í skólanum og ég hef varla tíma til að skrifa á síðuna. Ég nenni því líka stundum ekki og er að læra og fullt. Ég komst inn í skrekk og hlakka til að leika fyrir fólk! Allt er búið að ganga í hag, Heroes er byrjað aftur, smallville líka og Desperet housewifes ( er ekki alveg viss hvernig ég á að skrifa það en...). Ég er aftur byrjuð að vera dáldið í sims2. Vonandi á ég eftir að geta skrifað einhvað nýrra seinna.

Bless í bili

mánudagur, 1. september 2008

2 Dagar í afmæli

Nú styttist í það að ég verði 14 ára og því er ég bæði glöð og leið yfir. Ég verð ekkert barn lengur þó það var gaman. Ég á eftir að sakna þess að ekki verða leið á leikjum eftir 5-10 mínútur. Já, því og mörgu öðru á ég eftir að vera leið yfir. Ég fæ ekki nærrum því jafn margar gjafir :( ! Bara grín!! :D Ég hélt upp á afmælið mitt fyrir vinkonur mínar á laugardaginn, það var mjög gaman. Ég er alveg að verða fullorðin en fyrst þarf ég að klára 9. bekk og 10. bekk sem verður ekkert eins og að setja sykur í salt. :þÞótt 13 ár séu liðin man ég örruglega bara 10 af þeim öllum. Þetta er eins og áralangur tími fyrst en svo tekur þetta bara sekúndubroti að líða hjá.Mín kærasta kveðja Eyrúnföstudagur, 8. ágúst 2008

Draumurinn búinn

Núna er danmerkur draumurinn á enda í bili. Þessar nærrum 2 vikur eru búnar að vera frábærar, leiðinlegt og hlökkun að þurfa að fara heim á morgun til Íslands. Ég hlakka samt mjög mikið til að fara í mitt eigið rúm undir mína eigin sæng. Þetta eru búnir að vera góðir 12 dagar , búin að fara í brúðkaup og í ljónagarðinn, legoland og ströndina. Allt þetta gert með frændfólki úr báðum fjölskyldum. Frábær tími búinn að líða (ekki tekin með öll rigningin, en hún var líka góð af og til), og ég hlakka mikið til að fara aftur til danmerkur hvenær sem það nú verður.

Heyrumst á Íslandi!!!!!!

Eyrún!!! XDXDXDXDXDXD

laugardagur, 26. júlí 2008

2 Dagar til Danmerkur

Það eru bara tveir dagar þangað til!Við förum á mánudaginn, og ég hlakka svo æðislega mikið til. Við byrjum að pakka á morgun en það er bara fínt. Við erum að skrifa allt niður sem þarf að taka með og pakka niður, á morgun þurfum við að vakna klukkan sex! Það er hræðilega snemma og ég hlakka ekki það mikið til að vakna. Venjulegast er ég spennt yfir því að fara í flugvél en núna er ég gg hrædd yfir því að hún brotlendi, eða einhvað svona hræðilegt, þó að það er mjög ólíklegt þá er ég samt hrædd. Ég er mega spennt.

Vonandi verður þetta frábær ferð.

Skrifa fleirra seinna!

:D

laugardagur, 28. júní 2008

Hjólaferð

Fór í hjólaferð með fjölskyldunni í dag upp í kópavog. Það var hræðilega erfitt, mest útaf því að leiðin er svo mikið af brekkum! En það var ekki svo erfitt að hjóla upp í kópavog það var mest erfitt að hjóla aftur heim. Það var mótvindur nærrum allann tímann! Það var hræðilega erfitt! En við komumst heim.

Þetta var fín ferð.

sjáumst seinna! :D

þriðjudagur, 17. júní 2008

17. Júní

Hæ, hó og jibbí jei og jibbí jei, það er kominn 17. júní! Dagurinn er runninn upp og ég er hræðilega hissa og glöð með veðrið, og ég vona að það á eftir að verða svona heitt og blítt í allann dag!

Og allir saman : ,,Gleðilegan 17. júní"


Búið í bili!!!!

mánudagur, 9. júní 2008

Vinnuskóli

Fyrsti vinnudagurinn minn í unglingavinnunni og ég er pínku-pons stressuð. Ég veit ekki mikið um þetta og ég held að það er það sem ég er mest stressuð um. (svona 2/23) Mér er dáldið illt í maganum akkúrat núna og er að vona að það á eftir að fara í burtu áður en ég er komin eða akkúrat þegar ég er komin á staðinn. Ég ætla ekki að hafa þetta einhverja hræðilega ritgerð svo ég vona að þið commentið á þetta eins og margt annað.

Sjáumst síðar!

fimmtudagur, 22. maí 2008

Man U vinnur bikarinn!!!

Man. United vann í þriðja sinn bikarinn í gær! Þetta varð hræðilega spennandi þegar vítaspyrnurnar byrjuðu. Ég vorkenni svo mikið Chelsy (of þreytt til að muna hvernig það er skrifað , sorry) - mönnum. Terry var alveg hágrátandi eiginlega (en hann var samt ekki grátandi), Ronaldo brast í grát, allavana. ;) . Allir Chealsy-leikmennirnir voru bara alveg fölir í andlitinu á meðan allir í Man. U voru brosandu út að eyrum.

Go United!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

blessbless, þarf að fara í skólann!!!!

fimmtudagur, 1. maí 2008

1.Maí

Í dag er frídagur frá skólanum, ég veit ekkert hvað ég ætla að gera í dag, en ég ætla að fara að passa frændur mína í kvöld svo....... Ég fór í sturtu rétt áðan. Þegar ég vaknaði í morgun leið mér ekki vel, en svo reyndi ég að sofna aftur upp í rúminu mínu og ég náði því, en ég sofnaði alltaf og vaknaði aftur. Svo fór ég bara með sængina mína upp í sófa og sofnaði þar og vaknaði svo aftur eins og fyrr. Það er óeðlilega pirrandi mikið hljóð í tölvunni okkar, útaf því að hún er núna ofan á skrifborðinu fyrir aftan tölvuskjáinn. Það kemur alltaf einhvernveginn svona dreift hljóð t.d. :

mmmmmmmmmmmmmMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMmmmmmm.

Það byrjar lítið, verður hátt og verður svo lítið aftur. Ég er búin að vera með þessa endalausa hellu í eyrunum í dag, hún er ógeðslega pirrandi! Ég er ótrúlega glöð að það sé frí í skólanum í dag, en það sem mér finnst asnalegt er að við þurfum svo að mæta í skólann aftur á mrg! Ég hef ekkert mikið meira að segja nema bara bless bless!!!!!!!!!!!


Lesumst seinna!!!!!!!!!!!
P.s. Þetta er svona minn eigin smiley! (My signitur) :

föstudagur, 25. apríl 2008

Spreyja fyrir pöddum

Í dag á einhver maður eftir að koma og spreyja eitri fyrir silfurskottum. Ég hlakka ekki það mikið til :D. En við fjölskyldan þurfum að fara upp á brúnó (þar sem amma mín og afi eiga heima) því að við meigum ekki vera heima þegar hann er að spreyja. En ég þarf að fara í skólann núna!

Heyrumst seinna!

Eyrún

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Svindlpróf

Ég er að fara í svindlpróf í samfélagsfræði á mrg. Ég hlakka ekki mikið til, eiginlega bara útaf því að ég hata próf og hreinlega nenni því ekki, en ég meina hver mundi nenna að fara í próf!
Ég er ekki búin að fara í tölvuna í mjög langann tíma og þess vegna er ég ekkert búin að skrifa neitt nýlega. Ég hlakka svo ótrúleg til sumars! En í morgun var ég svo fúl og í gærkveldi líka! Í gærkvöldi (:D) byrjaði að snjóa, svona létt og fallega, en ég var ekkert svo glöð með það. En svo í morgun, þá horfði ég út og sá hrúguna af snjónum sem var úti og ég varð alveg kolvitlaus yfir þessu! En samt glöð yfir því að allavana núna gátum við ekki farið í útihlaup í leikfimi! Loppa er búin að vera frekar dugleg að stækka. Ég vil óska Ingu til hamingju með afmælið í dag! Og líka öllum hinum sem eiga afmæli í dag sem ég man ekki akkúrat núna hverjir það eru! :D ;D.

Heyrumst síðar!

þriðjudagur, 25. mars 2008

Páskar

Páskarnir voru á sunnudaginn. Ég fékk númer 6 strumpa-egg (mig líkar við strumpa :D)! Ég er enþá að borða mitt. Frænkur mínar og frændur komu frá Danmörku og það var svo gaman að sjá þau aftur. Litla frænka mín var svo mikið krútt! Hún er búin að læra að labba og tala smá, hún er svo mikið krútt! Og frændi minn líka! Mér finnst þau systkinin vera svo lík að það er ekki eðlilegt! En þau eru svo sæt! ;D Ég hef eiginlega ekkert meira að segja, þannig !

Sjáums!

mánudagur, 17. mars 2008

Ferming ! ! ! ! ! ! ! ! ! !

Fermingin mín var í gær. Ég var ekki mjög stressuð en samt einhvað. Fyrst kom Jenný og gerði einhvað ógó flott í hárið á mér svo fórum við fjölskyldan í myndatöku svo fórum við heim að fá okkur að borða og næst fór ég og mamma upp í kirkju. Þegar mamma og ég mættum í kirkjuna þá báðum við prestinn að skrifa dálítið í sálmabókina. Næst fór mamma. Ég sá að einn bekkjarbróðir minn ætlaði að halda veisluna í kirkjunni og svo sá ég Helenu og labbaði til hennar. Hún var ógó flott í mergjaðslega flottum fötum og með ótrúlega flotta klippingu í hárinu. Við löbbuðum og röbbuðum og svo næst fórum við í kirtlana og svo biðum við í smá. Síðan þurftum við að labba út, ég hugsaði með sjálfum mér: Oh my gat ! Þetta er að fara að byrja :S. Ég var orðin stressuð. Við löbbuðum inn, allir stönduðu ( hehe) upp og tóku myndir, þarna voru fjölskydlumeðlimirnir á þriðja bekk fremst. Ég stóð upp fyrir framan sætið (eins og átti að gera) síðan gerði presturinn tákn og við sestumst niður. Næst byrjaði hann að tala og tala. Síðan sungum við og fullt annað. Næst byrjaði fermingin, hver á eftir öðrum fóru þau upp. Ég var á eftir stráki og 10unda í röðinni að fara upp. Þegar strákurinn sem var á undan mér fór upp fékk ég fiðrildi í magann, ég var næst. Ég stóð upp, presturinn sagði nafninð mitt, ég labbaði til hans hann sagði ........ viltu hafa Jesú Krist sem leiðtoga lífs þíns? Ég svaraði já (náttúrulega), ég kraup niður á púðan, ég titraði. Ætlaði að prófa að hafa lokuð augun en það virkaði ekki ég sveiflaðist þá bara. Hann setti hendina á höfuðið á mér. Skórninr mínir voru svo sleipir að ég hélt ég mundi annaðhvort renna á púðanum og detta á prestinn eða renna þegar ég mundi standa upp. Ég stóð upp, ég rann ekki, ég sagði versið mitt ,, Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá" síðan sagði hann einhvað og ég tók í hendina á honum og sagði: Amen. Ég labbaði aftur að sætinu mínu. Andaði djúpt þetta var búið. Það var eins og flóð í skónum mínum ég var svo stressuð. Næst var bara altarisgangan. Ég labbaði fyrir aftan einhvern og fjölskyldan mín kom. Ég labbaði upp og beið. Hann gaf mér brauð og sagði einhvað, ég tók það upp og dífði því (mjög lítið) ofan í vínið. Ég stakk því upp í mig og byrjaði að tyggja eins hratt og ég gat. Ég gleymdi að signa mig. Þetta ógeðslega bragð sem var í munninum á mér var ekki hægt að útskýra betur. Vínið var ekki gott og hafði ógeðslegt eftirbragð og pappírinn , afsakið, "brauðið" var ekki gott og var bara pappír! Næst settist ég niður. Svo fórum við öll í stellingar fyrir myndatökur. Svo þurftum við að labba út. Næst fórum við heim að ná í matinn og annað. Þegar við vorum kominn inn í kópavog gerðum við allt til. Næst komu allir og ég bauð þeim gjörið svo vel að fá sér að borða. Vinkonur mínar voru komnar, og næst kom Hrafnhildur. Ég fékk ér að borða og vinkonur mínar líka. Síðan þurfti ég að syngja fyrir þau og minnti þau svo á að skrifa í gestabókina. Allir fóru og ég byrjaði að opna pakkana þegar fjölskyldan mín var enþá þarna. Ég fékk, 2 skartgripaskrín, 3 hálsmen, 2 eyrnalokka, 1 hring, ferða-snyrtitösku, afmælisdagbók, 2 bækur, FARTÖLVU og MYNDAVÉL! Og fullt af peningi! Sápur, gloss og hárbursta. Þetta var frábær dagur! Vonandi á ég eftir að hafa fleiri svona frábæra degi!!!

Búið í bili ! ! !

sunnudagur, 9. mars 2008

Vika í fermingu!

Í gær gerðum við (ég, mamma og Hrund) styttu á kransakökuna okkar úr LEIR alveg SJÁLFAR!!! Það var ótrúlega gaman og hún er ekki alveg eins og ég en hún er í alveg eins fermingarkjól og ég :D. En hún er með hvítt hár og ekkert andlit :D en hún er ekki creapy þrátt fyrir að hafa ekkert andlit. En á eftir fer ég í fermingarveisluna hennar Meganar og gef henni .......F.R.I.E.N.D.S. seríu 2................ Því að hún vildi hana :p. Svo vil ég óska Önnu til hamingju með 14 ára afmælið í dag!!! CONGRATS. Ég hlakka svo ótrúlega til í ferminguna mína sem er eftir VIKU, aðeins eina viku, og kanski fæ ég einhverja göf sem er á óskalistanum mínum... WHO KNOWS???? Ég er svo ótrúlega spennt yfir þessu að ég er að freak-a út! Amma og afi (upp í kóp.) eru enþá að setja upp (nýja) stigann og í fyrradag voru þau enþá að rífa niður vegginn!!! (mest afi því amma er dáldið illt í mjöðminni) . Svo vil ég spyrja ykkur hvort ykkur finnst að orðið MAYBE á íslensku er skrifað : KANSKI eða KANNSKI.
Geriði það og kjósið , og geriði það bara fyrir mig! Hvað finnst ykkur rétt eitt N eða tvö N.

Búið í bili og KJÓSIÐ VEL !!!

miðvikudagur, 5. mars 2008

Árshátíð

Á morgun er árshátíðin í skólanum mínum. Fyrsta árshátíðin mín. Þetta verður ógó gaman og ég ætla að vera í bleikum kjól með vafflað hár og hvíta skó og bleika eyrnalokka. Ég ætla að vera skutluð á hana útaf kjólnum og vera sótt líka. Það verður súkkulaði-gosbrunnur og alskyns góðgæti og ég ætla að .............SYNGJA.............. í hátíðinni !!! OMG !! Vonandi verð ég ekki of stressuð á meðan ég er að syngja og ekki syngja vel! En já þetta verður gaman!

Búið í bili!

föstudagur, 29. febrúar 2008

Afmælis-veislur

Á eftir fer ég í afmælisveisluna hennar Hrafnhildar og ég ætla gefa henni mjög góða gjöf! Að mínu mati. Vonandi elskar hún hana! En svo á mrg (morgun) þá fer ég í afmælisveislu til Önnu en hún á í alvörunni afmæli 9.mars en getur ekki haldið það þá. Þannig á morgun fer ég til hennar klukkan 18 (6) og gef henni ÓGÓ góða gjöf að ef að hún vill hana ekki ætla ég að eiga hana!!!!!
En svo ætlum við að gista (við stelpurnar) hjá henni og horfa á mynd og allskonar einhvað!

Búid í bili!!!!!!!!!!!!!!!!!!

:Þ !!!!!!!!!!!!!!!

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Dverghamstur og fermingarundirbúningur

Í fyrradag fór ég að ná í fermingarkertið mitt og gestabókina mína í Karmelluklaustur í Hafnarfirði. Kertið leit ógó vel út og inní gestabókinni líka. En eftir að við náðum í það fórum við til einhvers fólks til að fá búrið þeirra og alskins fyrir dverghamsurinn og svo fórum við í dýrabúðina. Þegar við komum í dýrabúðina fundum við fyrst hjól fyrir dverghamsturinn minn og matarskál, vatnshylki og hús. Síðan völdum við dverghamsturinn. Ég valdi unga, sem er annaðhvort stelpa eða strákur það getur nefnilega verið bæði því að það er svo erfitt að sjá það þegar þau eru svona ung. En ég vildi stelpu og ég valdi hana og ég nefndi hana Loppu útaf því að þegar hún var í kassanum áður en hún fór í búrið var hún alltaf að "krafsa" í botnin með loppunum þess vegan nefndi ég hana Loppu. Ég er búin að læra trúarjátninguna utanað og gullnu regluna og einhvað annað sem ég man ekki alveg akkúrat núna. Áðan vorum við að gera fermingarkortin mín (sem ég sendi út) en við erum ekki búin að klára þau en við vorum að byrja á þeim.
Búið í bili

Þetta er Loppa :

laugardagur, 9. febrúar 2008

Eldingar og óveður

Í gærkvöldi var svo mikið rok að maður gat varla staðið í fæturna! Það var svo mikið rok að við vildum ekki leyfa Brandi að fara út! Líka í gærkvöldi þegar við vorum inní stofu að horfa á mynd (Ratatoille) þá sáum við ELDINGU ! sem var um það bil 15 sek. frá okkur! Seinna kom önnur og þriðja og fjórða! Það var ótrúlegt! Sky virkaði ekki útaf óveðrinu úti! Það komu allavega 4 eldingar í gærkvöldi og það var Mega skrítið! Svo byrjuðum við líka að horfa á Oklahoma en við hættum útaf því að við vorum svo þreittar og það var orðið dáldið seint ( :D reyndar ekki orðin 11(23) hehe). Hrund þurfti að sofa á dýnu á gólfinu mínu því að það var mótvindur á gluggan í hennar herbergi.

Vonandi verður ekki aftur svona mikið óveður í MJÖG langan tíma.

Búið í bili !! "Thats all folk´s"

Grímuball

Í fyrradag fór ég á grímuball í skólanum. Það var MEGA gaman. Ég var til 22 (10) og ég hef alltaf farið einhvað yfir 9 (21). Það var eins og ég sagði hér fyrir ofan MEGA gaman og ég vann ekki flottustu grímuna og ég var með ógó flotta grímu en ég held að ég vann ekki útaf því að ég var ekki með hana á mér allan tímann ég tók hana af mér útaf því að hún var að pirra mig dáldið. En það kom fullt af góðum lögum eins og: spoon full of sugar, magarena (með strumpunum), nakinn eins og þú, sódóma, pump it (eða radio). Ég man ekki fleiri, en ég er leið yfir því að "I dont feel like dancing" kom ekki. En það var mjög gaman og mér fannst það leiðinlegt að Helena kom ekki. :( !!!!!!!!!!!!!!!!

Búið í bili

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Öskudagur

Í dag er öskudagur!!! Í dag fór ég ekki að snýkja eins og (öll) síðustu árin, ég var heima og lék mér með Hrafnhildi. Hún kom til mín í morgun og Anna líka en Anna fór svo, um 1 leitið, first höfðum við ekkert að gera, ekki neitt en svo fórum við í WII og horfðum á Charmed og lékum okkur. Fórum til Önnu og hjálpuðum henni að finna föt til að vera í (hún fór að sníkja með Megan og kanski líka Helenu og Birtu). Svo byrjaði að snjóa alveg klikkaðslega þega ég og Hrafnhildur fórum út í Óla-búð (sjoppa) og keyptum okkur nammi. Ég keypti mér bara íshokkí pökk (NAMMI) en Hrafnhildur fékk sér bland í poka, íshokkí pökk og þrist-a. Svo þegar við komum aftur heim til mín horðum við á Charmed svo fórum við í "leik" og svo í WII og svo þurfti hún að fara heim og á æfingu.

BÚIÐ Í BILI!!!

GLEÐILEGAN ÖSKUDAG!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, 31. janúar 2008

Of mikil "fræðsla"

Það er alltof mikil fermingafræðsla fyrir ferminguna. Ég þarf að læra UTANAÐ :

Faðir vor
Trúarjátning
Tvöfalda kærleiksboðorðið
Gullna reglan
Blessunarorðin
Boðorðin tíu
Signing

Og ég kann faðir vorið, gullnu regluna og signinguna!

Ég man næstum því alla trúarjátninguna og 6 af 10 boðorð. Þannig...............
Hér kemur það sem ég á EFTIR að læra utan-að!

TRÚARJÁTNING
Ég trúi á Guð, föður almáttugann, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesu Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma ða dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf. Amen.

TVÖFALDA KÆRLEIKSBOÐORÐIÐ
Elska skaltu Drottinn, Guð þinn,af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

BLESSUNARORÐIN
Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið. Amen.

BOÐORÐIN 10
1. Ég er Drottinn guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa.
2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.
3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagann.
4. Heiðra skaltu föður þinn og móður.
5. Þú skalt ekki mann deyða.
6.Þú skalt ekki drýgja hór.
7. Þú skalt ekki stela.
8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
10. Þú skalt ekki girnast maka náunga þíns, þjón, þernu né nokkuð það sem náungi þinn á.

Búið í bili!!! :Þ

mánudagur, 14. janúar 2008

Skírn

Á laugardaginn fór ég í skrírn til litlu frænku minnar (dóttur Arnars og Helgu, litla systir Ívars) og ég hlakkaði svo til! Hún var skírð 12.janúar 2008! Og frændi minn Bjarni átti afmæli þann dag líka! Þannig til hamingju með afmælið Bjarni! Já, en hún var skírð í kópavogskirkju klukkan 1 eftir hádegi þannig eiginlega klukkan 13. Jæja það var gefið henni nafnið.............................................. Íris Hulda Arnarsdóttir!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þannig tvær litlu frænkur mínar heita eftir ömmu minni. Amma mín heitir Abelína Hulda og ein litla frænka mín heitir ABELÍNA Saga en svo þessi nýja heitir Íris HULDA þannig! líka ég elska það nafn! Mér finnst það vel valið hjá þeim!

Það er allt fyrir núna bæjj!!

mánudagur, 7. janúar 2008

Hata magann minn ! :(

Ég hreinlega HATA MAGANN MINN!! og ég er ekki að grínast! á fimmtudagskvöldi þá átti ég að fara í skólann á fös. og um kvöldið ætlaði ég aldrei að ná að fara að sofa og svaf bara í 4 klukkutíma og leið svo illa í skólanum að ég þurfti að fara heim ! Þegar ég kom heim þá tók ég bara sæng fór upp í sófa fékk mér að borða og reyndi svo að sofna. Ég náði að sofna í dáldinn tíma (veit ekki hve mikinn) og ég varð svo glöð! og svo var ég bara heima restina af deginum. Svo í gærkvöldi gerðist þetta aftur! Og þá stakk pabbi minn uppá að ég ætti kanski að horfa á einhvern þátt og mamma sagði að það væri góð hugmynd og gæti róað mig niður (ég var skjálfandi og útaf því að ég "skalf" fannst mér eins og ég þurfti að æla). Ég prófaði það og horfði á nokkra F.R.I.E.N.D.S. þætti og borðaði smá á meðan og leið mikið betur, fór svo aftur upp í rúmið mitt og NÁÐI að sofna! Ég vaknaði (eiginlega) hress í morgun og mér leið ekkert illa í skólanum í dag!

Það er allt sem ég nenni að segja akkúrat núna!

þriðjudagur, 1. janúar 2008

2008 !

Gleaðilegt nýtt ár allir saman! Frá minni fjölskyldu til ykkar! :D

Vona að þið hafið það gott á nýju ári!