föstudagur, 28. desember 2007

2008 !!!

Næsta árið er að koma! VÁ ! 2008, fyrir ekki svo mörgum árum fannst maður þetta ár vera svo langt í burtu! En þetta á eftir að koma eftir 3 daga! Og ég trúi því varla sjálf! Og ég get , greinilega ekki, hætt að gera upphrópunarmerki!!!!!!!!!!!!!

Það er svo gaman! (Að gera upphrópunarmerki).

Góða nótt og gleðilegt nýtt ár eftir 3 daga !

mánudagur, 24. desember 2007

JÓL!!!!!!!!!

"Gleðileg jól allir saman!!!!" Það eru næstum því komin jól og ég hlakka svo til þegar klukkan verður 6 og maður fær möndlugrautinn og svo kalkún í matinn og svo fer inní stofu og opnar pakkana og sér andlitin á þeim sem opna pakkana frá þér eða öðrum ! Ég hlakka svo til að það er ekki eðlilegt! Það er líka að snjóa af og til og ég er svo glöð akkúrat núna að ég er bara :D

Svo þegar ég er búinn að borða hádegismat ætlum við að fara með gjafir/pakka til aðrara hehe :D Eftir að við erum búinn að opna pakkanna í kvöld förum við til ömmu minnnar og afa og kanski líka til hinna ömmu minna og afa! Ég hef svo mikið að gera í dag og það er svo GAMAN allt það sem ég ætla að gera og ég hlakka ógó til að gera það!

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!!!!!!!!!

þriðjudagur, 18. desember 2007

"I´m dreaming of a white cristmas,,

Það eru 6 dagar í jól og það er enginn snjór úti! Ekki eitt einasta snjókorn og það er ÖMURLEGT og ÓMÖGULEGT!!! Ég vil fá HVÍT JÓL ekki grá jól! Þetta sökkar. Líka ég fæ aldrei tíma til að pakka inn jólagjöfinni til fjölskyldu minnar útaf því að allir eru alltaf heima! Ég hafði tækifæri einu sinni en ég gleymdi því og þegar ég mundi það þá voru ALLIR komnir heim! En ég hlakka svo ÓGEÐSLEGA mikið til jólanna að ég get ekki BEÐIÐ! Og ég er ekki að grínast! Það eru litlu jól í skólanum á morgun og svo eru bara helgileikssýningar á fimtud. og föstud. og svo er skólinn alveg búinn!!! WHOOHOOO!!!! YEAH!! Við vorum að æfa helgileikinn í dag og ég fékk svo mikið kertavax á hendurnar mínar að mér sveið þegar ég kom heim! Líka það var eins og kertið mitt var einhver FOSS það vildi ekki hætta að flæða af því!

Það er allt fyrir í dag.

M.É.M. (meðan ég man) þá afsaka ég hvað það var langt síðan ég skrifaði síðast! og vona að þið getið fyrirgefið mér fyrir það!

Bæjó!

fimmtudagur, 6. desember 2007

Lazer-tag

Eftir smá klukkan 6 (18) þá fer ég upp að skólanum og í rútu og svo í einhvað Lazer-tag ! Það kostar 2000 kr svo ég þarf að muna að taka það með mér en ég hef ekkert mikið meira að segja þannig þetta verður bara stuttur póst-bréf-einhvað hehe :D
Bæj

Tannréttingar

Á eftir þarf ég að fara uppí strætóskíli og taka strætó uppá hlemm og svo fara í tannréttingartíma að taka mót af neðri gómnum mínum ! En akkúrat núna þarf ég að hætta að skrifa og fara upp í strætóskíli !!

Bæjj !!!