þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Let it snow, let it snow, let it snow!

Það snjóar og snjóar og ég vil meira og meira af þessu jólalega veðri ! Þess vegan er ég bara byrjuð að syngja:

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó !

En það eru í dag um það bil 28-27 dagar til jóla og ég er með óskalistann allann tilbúinn! Þannig ef að þið viljið gefa mér jólagjöf sem mér langar í þá bara hringiði í mig síminn minn er á skólaskránni og á síðunni (ekki þessari). Ég hlakka til í jólin, þetta ár fæ ég kalkún! nammmmm...
En ég fór í fermingarfræðslu í dag....... hún var allt í lagi.......... eiginlega. En í skólanum í dag var jólaföndur, ekkert það skemmtilegt en fínt útaf því að ég var með vinkonum mínum. Á fimmtudaginn er Date-ballið og ég ætla ekki að fara. Þetta er á hverju ári þannig ég fer bara á næsta ári. Líka núna á fimmtudaginn ætla ég að chill-a hjá vinkonu minni og horfa á mynd borða smá nammi og hafa mjög gott stelpu kvöld!

Það er allt fyrir í dag bæjó

Eyrún !!!!!!!!!!!

þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Náði á botninn!

Í gær þegar ég var í sundi þá áttum við að ná í svona plast/gúmmi (þykkir litlir og skrítnir) hringi á BOTNINUM á DJÚPU lauginni. Ég hef aldrei náð að synda í botninn en hef reynt það en náði því aldrei svo ég var mjög stressuð. En svo átti ég að ná í svona hring, maður átti að spyrna frá bakkanum og strax í botninn og ná í hringinn, ok, sagði ég við sjálfan mig , ég ætla að reyna. Og ég spyrndi mér og ég fór ofaní en svo missti ég andann og fór upp, en ég ætlaði ekki að láta það stoppa mig! þannig ég fór aftur niður (með fæturna fyrst) og ætlaði að gá hvort að ég gæti náð hringnum með fótunum en ég gat það ekki þannig ég fór upp. En akkúrat þegar ég ætlaði að reyna að ná í hann með höndunum þá sagði sundkennarinn minn mér að fara til baka. En svo átti ég að fara aftur og þá hugsaði ég bara: ok, bara beint ofan í og NÁ Í HRINGINN! Og svo spyrndi ég og fór mjög hratt, og ég sá hringinn þarna á botninum og ég var svo nálægt honum! og svo....................................náði ég honum og spyrndi mér upp! og var ógó glöð!!!!! svo sagði ég : og eyrun mín sprukku ekki einu sinni! hehe :D . og ég er búin að vera mjög montin af sjálfum mér síðan að ég náði því!