föstudagur, 28. desember 2007

2008 !!!

Næsta árið er að koma! VÁ ! 2008, fyrir ekki svo mörgum árum fannst maður þetta ár vera svo langt í burtu! En þetta á eftir að koma eftir 3 daga! Og ég trúi því varla sjálf! Og ég get , greinilega ekki, hætt að gera upphrópunarmerki!!!!!!!!!!!!!

Það er svo gaman! (Að gera upphrópunarmerki).

Góða nótt og gleðilegt nýtt ár eftir 3 daga !

mánudagur, 24. desember 2007

JÓL!!!!!!!!!

"Gleðileg jól allir saman!!!!" Það eru næstum því komin jól og ég hlakka svo til þegar klukkan verður 6 og maður fær möndlugrautinn og svo kalkún í matinn og svo fer inní stofu og opnar pakkana og sér andlitin á þeim sem opna pakkana frá þér eða öðrum ! Ég hlakka svo til að það er ekki eðlilegt! Það er líka að snjóa af og til og ég er svo glöð akkúrat núna að ég er bara :D

Svo þegar ég er búinn að borða hádegismat ætlum við að fara með gjafir/pakka til aðrara hehe :D Eftir að við erum búinn að opna pakkanna í kvöld förum við til ömmu minnnar og afa og kanski líka til hinna ömmu minna og afa! Ég hef svo mikið að gera í dag og það er svo GAMAN allt það sem ég ætla að gera og ég hlakka ógó til að gera það!

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!!!!!!!!!

þriðjudagur, 18. desember 2007

"I´m dreaming of a white cristmas,,

Það eru 6 dagar í jól og það er enginn snjór úti! Ekki eitt einasta snjókorn og það er ÖMURLEGT og ÓMÖGULEGT!!! Ég vil fá HVÍT JÓL ekki grá jól! Þetta sökkar. Líka ég fæ aldrei tíma til að pakka inn jólagjöfinni til fjölskyldu minnar útaf því að allir eru alltaf heima! Ég hafði tækifæri einu sinni en ég gleymdi því og þegar ég mundi það þá voru ALLIR komnir heim! En ég hlakka svo ÓGEÐSLEGA mikið til jólanna að ég get ekki BEÐIÐ! Og ég er ekki að grínast! Það eru litlu jól í skólanum á morgun og svo eru bara helgileikssýningar á fimtud. og föstud. og svo er skólinn alveg búinn!!! WHOOHOOO!!!! YEAH!! Við vorum að æfa helgileikinn í dag og ég fékk svo mikið kertavax á hendurnar mínar að mér sveið þegar ég kom heim! Líka það var eins og kertið mitt var einhver FOSS það vildi ekki hætta að flæða af því!

Það er allt fyrir í dag.

M.É.M. (meðan ég man) þá afsaka ég hvað það var langt síðan ég skrifaði síðast! og vona að þið getið fyrirgefið mér fyrir það!

Bæjó!

fimmtudagur, 6. desember 2007

Lazer-tag

Eftir smá klukkan 6 (18) þá fer ég upp að skólanum og í rútu og svo í einhvað Lazer-tag ! Það kostar 2000 kr svo ég þarf að muna að taka það með mér en ég hef ekkert mikið meira að segja þannig þetta verður bara stuttur póst-bréf-einhvað hehe :D
Bæj

Tannréttingar

Á eftir þarf ég að fara uppí strætóskíli og taka strætó uppá hlemm og svo fara í tannréttingartíma að taka mót af neðri gómnum mínum ! En akkúrat núna þarf ég að hætta að skrifa og fara upp í strætóskíli !!

Bæjj !!!

þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Let it snow, let it snow, let it snow!

Það snjóar og snjóar og ég vil meira og meira af þessu jólalega veðri ! Þess vegan er ég bara byrjuð að syngja:

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó !

En það eru í dag um það bil 28-27 dagar til jóla og ég er með óskalistann allann tilbúinn! Þannig ef að þið viljið gefa mér jólagjöf sem mér langar í þá bara hringiði í mig síminn minn er á skólaskránni og á síðunni (ekki þessari). Ég hlakka til í jólin, þetta ár fæ ég kalkún! nammmmm...
En ég fór í fermingarfræðslu í dag....... hún var allt í lagi.......... eiginlega. En í skólanum í dag var jólaföndur, ekkert það skemmtilegt en fínt útaf því að ég var með vinkonum mínum. Á fimmtudaginn er Date-ballið og ég ætla ekki að fara. Þetta er á hverju ári þannig ég fer bara á næsta ári. Líka núna á fimmtudaginn ætla ég að chill-a hjá vinkonu minni og horfa á mynd borða smá nammi og hafa mjög gott stelpu kvöld!

Það er allt fyrir í dag bæjó

Eyrún !!!!!!!!!!!

þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Náði á botninn!

Í gær þegar ég var í sundi þá áttum við að ná í svona plast/gúmmi (þykkir litlir og skrítnir) hringi á BOTNINUM á DJÚPU lauginni. Ég hef aldrei náð að synda í botninn en hef reynt það en náði því aldrei svo ég var mjög stressuð. En svo átti ég að ná í svona hring, maður átti að spyrna frá bakkanum og strax í botninn og ná í hringinn, ok, sagði ég við sjálfan mig , ég ætla að reyna. Og ég spyrndi mér og ég fór ofaní en svo missti ég andann og fór upp, en ég ætlaði ekki að láta það stoppa mig! þannig ég fór aftur niður (með fæturna fyrst) og ætlaði að gá hvort að ég gæti náð hringnum með fótunum en ég gat það ekki þannig ég fór upp. En akkúrat þegar ég ætlaði að reyna að ná í hann með höndunum þá sagði sundkennarinn minn mér að fara til baka. En svo átti ég að fara aftur og þá hugsaði ég bara: ok, bara beint ofan í og NÁ Í HRINGINN! Og svo spyrndi ég og fór mjög hratt, og ég sá hringinn þarna á botninum og ég var svo nálægt honum! og svo....................................náði ég honum og spyrndi mér upp! og var ógó glöð!!!!! svo sagði ég : og eyrun mín sprukku ekki einu sinni! hehe :D . og ég er búin að vera mjög montin af sjálfum mér síðan að ég náði því!

miðvikudagur, 24. október 2007

Diskó


Það er diskótek á eftir klukkan 8 öðru máli 20. Ég ætla að vera í svörtu pilsi, sokkabuksum, bláum skóm, og ég veit ekki alveg hvernig bol ég ætla að vera í eða peysu. En vonandi verður gaman! og Anna og Helena og Birta VERÐA AÐ DANSA einhvað í þetta skipti annars eru þau bara DANIR (þetta er brandari sem við 5 erum búin að vera að segja og jadajadajada og ég segi fimm útaf mér og Megan) !!!!!!!!!!!!!!

En vonandi verður þetta MERGJAÐ og ekki bara með einhverji tecno tónlist nefnilega það er ekkert mjög skemmtilegt þega það er bara tecno tónlist!


Bæjj P.S. Ég er svo mikil dúlla á þessari mynd að ég varð að setja hana inn!!!

þriðjudagur, 23. október 2007

Tannlæknir

Ég fór til tannlæknis í dag (áðan), og það var skorufillt í 2 tennur. Ég ætlaði að hafa þraut en hún kemur ekki nógu vel upp þannig ég ætla að hafa öðruvísi þraut! og reynið nú!


!!! NUGROM Á KETÓSKID RE ÐAÞ

BÚINN AÐ FATTA ÞAÐ ???

FYRIR ÞÁ SEM FÖTTUÐU ÞETTA EKKI ER AÐEINS LÉTTARA EÐA ERFIÐARA!

ÐAÞ RE KETÓSKID Á NUGROM !!!

BÚINN AÐ FATTA ÞAÐ ????

NÚ KEMUR P-MÁL !

ÐAPAÞ REPE KEPETÓPÓSKIPID ÁPÁ NUPUGROPOM !!!

EN NÚNA ?????????

NÚNA KEMUR LÉTT P-MÁL

ÞAPAÐ EPER DIPISKÓPÓTEPEK ÁPÁ MOPORNUPUM !!!

ÞIÐ ERUÐ ÖRRUGGLEGA BÚIN AÐ FATTA ÞAÐ NÚNA? ER ÞAÐ EKKI ????!!!!!!!!!??????
NEFNILEGA ÉG ER EKKI MEÐ NEITT LÉTTARA !!!

sunnudagur, 21. október 2007

Nýja bloggið mitt !

Fyrsta bloggið mitt á svona síðu! Vá, var að fá hana og allt! Gaman er að sjá hvernig þessi er öðruvísi en "hin síðan mín" gamla. En gaman er að vera með það sama og meirihlutinn af hinum hlutanum af fjölskyldunni minni!

Kveðja Eyrún!!!!!